Innlent

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar

Vegna mjög óhagstæðar ölduspár fyrir Landeyjahöfn næstu daga mun Herjólfur sigla til Þorlákshafnar næstu daga.

Brottför frá Vestmannaeyjum kl 8:00 og 15:30.

Brottför frá Þorlákshöfn kl 11:45 og 19:15.

Ath. áætlun um jól og áramót. Ákvörðun um siglingar 30. des. - 2. jan. verður gefin út fyrir kl 12 miðvikudaginn 28. des.

Farþegar eru vinsamlega beðnir að fylgjast með fréttum á herjolfur.is, facebook síðu Herjólfs og síðu 415 í Textavarpi.

Nánari uppýsingar í síma 481-2800.

Þá er fólki bent á að mikil hálka er á vegum úti, hvort sem um er að ræða akstur um Suðurlandsundirlendið og Hellisheiði eða Þrengslin. Fólk er því hvatt til þess að fara varlega í umferðinni og flýta sér hægt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×