Innlent

Tónleikar Bubba í beinni á Bylgjunni í kvöld

Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Bylgjunni klukkan 22 í kvöld.
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Bylgjunni klukkan 22 í kvöld.
Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens verða í beinni útsendingu á Bylgjunni klukkan 22 í kvöld. Tónlistarkonan Elín Ey hitar upp fyrir Bubba.

Bubbi Morthens hefur um árabil haldið þessa tónleika seint á Þorláksmessukvöld og mörg undanfarin ár hefur Bylgjan útvarpað þeim enda selst upp á þennan flotta viðburð á augabragði og því kærkomið fyrir alla Bubba aðdáendur að stilla inn á 98,9 eða nálgast útsendinguna á vef Vísis, hér.

Fleiri tónlistarviðburðir eru fluttir á Bylgjunni um jólin. Upptaka frá jólatónleikum Siggu Beinteins sem fram fóru nú á aðventunni verður leikin á Bylgjunni kl. 18 45 á Jóladag og fyrr um daginn verður endurfluttur viðtalsþáttur Þorgeirs Ástvaldssonar og Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns sem fagnaði sextugsafmæli sínu á árinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×