Heimir: Byrjaði hugsanlega með vitlausa uppstillingu Valur Smári Heimisson skrifar 21. ágúst 2011 20:39 Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV. Mynd/Anton Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni. „Ég viðurkenni það að hafa hugsanlega byrjað með vitlausa uppstillingu eða að þeir hafi í raun verið tilbúnari í leikinn heldur en við. Ég reyndi að færa menn til inn á vellinum til þess að mæta þeim betur. Það gekk vel seinni hlutann af seinni hálfleik. Annars eru Keflvíkingarnir bara með flott lið, góða blöndu af frískum strákum og reyndari leikmönnum og þeir voru mjög góðir í dag," sagði Heimir eftir leikinn. Eyjamenn fylgja nú KR-ingum vel eftir og eru ennþá vel inní toppbaráttunni og það segir Heimir hafa jafnvel verið munurinn á liðinum í dag. „Það var kannski bara munurinn í dag að við höfum meira að keppa heldur en Keflvíkingarnir," segir Heimir. Keflvíkingar voru heldur sterkari aðilinn stóran part leiksins en síðustu 20 mínúturnar náðu Eyjamenn tökum á leiknum og virtist sigur Eyjamanna ekki vera í mikilli hættu eftir að þeir komust yfir. „Ég er mjög ánægður með skiptingarnar hjá mér í leiknum og ég er ánægður með strákana sem komu inná. Varamennirnir komu með virkilega mikinn kraft inn í liðið og það er einmitt það sem maður vill sjá þegar maður er að skipta inn þeim inn á völlinn," sagði Heimir. Eyjamenn eru nú aðeins einu stigi á eftir KR-ingum en hafa leikið tveimur leikjum meira en Vesturbæingar. Næsti leikur ÍBV er einmitt á móti KR í Frostaskjólinu á fimmtudaginn. „Fyrir þá sem eru að fjalla um leikina er þetta kannski einhver stórleikur en hann gefur jafn mörg stig og þessi leikur í dag. Það hefur ekkert lið unni KR svo það væri ekki miklu að tapa þó svo að við fengjum ekki stig út úr þeim leik. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna. Eins og ég hef samt oft sagt áður þá getum við ekki verið að hafa áhyggjur af KR-ingum því við höfum engin völd yfir því hvað gerist hjá þeim," segir Heimir. „KR-ingarnir hafa staðið sig vel og getum ekki verið að missa einbeitingu yfir einhverju sem þeir eru að gera. Á venjulegu ári þá væri þessi stigafjöldi sem við erum með nóg til að vera í efsta sæti og við ætlum ekkert að vera að svekkja okkur á því hvað KR-ingarnir eru góðir.“ sagði Heimir Hallgrímsson að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, var lengi að finna sitt rétta leikskipulag í 2-1 sigri ÍBV á Keflavík í 16. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Heimir var mikið að færa menn til í fyrri hálfleik. Brynjar Gauti Guðjónsson byrjaði í miðverði með Rasmus Christiansen en var svo færður á miðjuna um miðjan fyrri hálfleik. Andri Ólafsson var á sama tíma færður í miðvörðinn úr framherjastöðunni. „Ég viðurkenni það að hafa hugsanlega byrjað með vitlausa uppstillingu eða að þeir hafi í raun verið tilbúnari í leikinn heldur en við. Ég reyndi að færa menn til inn á vellinum til þess að mæta þeim betur. Það gekk vel seinni hlutann af seinni hálfleik. Annars eru Keflvíkingarnir bara með flott lið, góða blöndu af frískum strákum og reyndari leikmönnum og þeir voru mjög góðir í dag," sagði Heimir eftir leikinn. Eyjamenn fylgja nú KR-ingum vel eftir og eru ennþá vel inní toppbaráttunni og það segir Heimir hafa jafnvel verið munurinn á liðinum í dag. „Það var kannski bara munurinn í dag að við höfum meira að keppa heldur en Keflvíkingarnir," segir Heimir. Keflvíkingar voru heldur sterkari aðilinn stóran part leiksins en síðustu 20 mínúturnar náðu Eyjamenn tökum á leiknum og virtist sigur Eyjamanna ekki vera í mikilli hættu eftir að þeir komust yfir. „Ég er mjög ánægður með skiptingarnar hjá mér í leiknum og ég er ánægður með strákana sem komu inná. Varamennirnir komu með virkilega mikinn kraft inn í liðið og það er einmitt það sem maður vill sjá þegar maður er að skipta inn þeim inn á völlinn," sagði Heimir. Eyjamenn eru nú aðeins einu stigi á eftir KR-ingum en hafa leikið tveimur leikjum meira en Vesturbæingar. Næsti leikur ÍBV er einmitt á móti KR í Frostaskjólinu á fimmtudaginn. „Fyrir þá sem eru að fjalla um leikina er þetta kannski einhver stórleikur en hann gefur jafn mörg stig og þessi leikur í dag. Það hefur ekkert lið unni KR svo það væri ekki miklu að tapa þó svo að við fengjum ekki stig út úr þeim leik. Auðvitað förum við í þann leik til að vinna. Eins og ég hef samt oft sagt áður þá getum við ekki verið að hafa áhyggjur af KR-ingum því við höfum engin völd yfir því hvað gerist hjá þeim," segir Heimir. „KR-ingarnir hafa staðið sig vel og getum ekki verið að missa einbeitingu yfir einhverju sem þeir eru að gera. Á venjulegu ári þá væri þessi stigafjöldi sem við erum með nóg til að vera í efsta sæti og við ætlum ekkert að vera að svekkja okkur á því hvað KR-ingarnir eru góðir.“ sagði Heimir Hallgrímsson að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti