Innlent

Bifreið Matthíasar fannst brunnin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bifreiðin fannst brunnin í gær. Mynd/Lögreglan
Bifreiðin fannst brunnin í gær. Mynd/Lögreglan
Bifreið Matthíasar Þórarinssonar, sem leitað hefur verið að undanfarna daga, fannst í gær í malarnámum nærri heimili hans.

Bifreiðin var brunnin, en lögreglan telur að hún hafi brunnið fyrir nokkru síðan. Fáar vísbendingar hafa borist lögreglu um ferðir Matthíasar.

Talið er hugsanlegt að Matthías hafi verið á ferðinni á Selfossi viku fyrir jól. Þá var hann staddur á Austurvegi á móts við mjólkurbú Flóamanna á leið til austurs.

Lögreglan segir að Matthías skeri sig nokkuð úr hvað klæðaburð varðar. Hann sé stundum í fötum sem hann saumar sjálfur. Þegar sást til hans var hann klæddur í græna úlpu og gallabuxur. Hann var með svart „buff" á höfðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×