Bob Dylan heiðraður í Hörpu 4. febrúar 2011 11:00 Óttar Felix Hauksson hefur verið aðdáandi Bobs Dylan síðan um miðjan sjöunda áratuginn. fréttablaðið/gva „Það verður haldið upp á sjötugsafmæli meistarans með myndarbrag,“ segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi og tónlistarmaður. Óttar Felix hefur bókað Hörpuna 24. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram og heiðra þennan merka tónlistarmann. Dylan-mafían á Íslandi, aðdáendaklúbbur meistarans, kemur einnig að verkefninu ásamt Rás 2, sem mun líklega halda Dylan-dag í tilefni afmælisins. „Ég kem þessu á koppinn í samvinnu við þá og Ríkisútvarpið,“ segir Óttar og lofar skemmtilegum tónleikum. „Þetta verður gaman. Þetta er nýtt hús með flottu hljóðkerfi og ljósakerfi og þarna kemur fram úrvalslið þeirra bestu.“ Ísland er ekki eina landið sem ætlar að heiðra Dylan á árinu því aðdáendaklúbbar hans víða um heim eru að skipuleggja svipaða tónleika. Óttar segir að kominn hafi verið tími á Dylan-heiðurstónleika hér á landi, sérstaklega í ljósi þess að Stones, Bítlunum og John Lennon hefur áður verið gert hátt undir höfði. „Það hefur líklega enginn haft dýpri áhrif á dægurlagamenninguna. Dylan hefur skipað stóran sess hjá mér alla tíð, alveg síðan um miðjan sjöunda áratuginn,“ greinir Óttar frá. Fyrsta platan sem hann eignaðist var einmitt með Dylan árið 1964. „Ég sá hann 1974 ásamt The Band úti í Washington DC. Þá var hann algjörlega á toppnum en þetta var fyrsti túrinn hans í átta ár eftir mótorhjólaslysið fræga,“ segir Óttar, sem hefur einnig séð Dylan tvívegis hér á landi, síðast árið 2008. - fb Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira
„Það verður haldið upp á sjötugsafmæli meistarans með myndarbrag,“ segir Óttar Felix Hauksson, útgefandi og tónlistarmaður. Óttar Felix hefur bókað Hörpuna 24. maí í tilefni af sjötugsafmæli Bobs Dylan. Þar munu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins koma fram og heiðra þennan merka tónlistarmann. Dylan-mafían á Íslandi, aðdáendaklúbbur meistarans, kemur einnig að verkefninu ásamt Rás 2, sem mun líklega halda Dylan-dag í tilefni afmælisins. „Ég kem þessu á koppinn í samvinnu við þá og Ríkisútvarpið,“ segir Óttar og lofar skemmtilegum tónleikum. „Þetta verður gaman. Þetta er nýtt hús með flottu hljóðkerfi og ljósakerfi og þarna kemur fram úrvalslið þeirra bestu.“ Ísland er ekki eina landið sem ætlar að heiðra Dylan á árinu því aðdáendaklúbbar hans víða um heim eru að skipuleggja svipaða tónleika. Óttar segir að kominn hafi verið tími á Dylan-heiðurstónleika hér á landi, sérstaklega í ljósi þess að Stones, Bítlunum og John Lennon hefur áður verið gert hátt undir höfði. „Það hefur líklega enginn haft dýpri áhrif á dægurlagamenninguna. Dylan hefur skipað stóran sess hjá mér alla tíð, alveg síðan um miðjan sjöunda áratuginn,“ greinir Óttar frá. Fyrsta platan sem hann eignaðist var einmitt með Dylan árið 1964. „Ég sá hann 1974 ásamt The Band úti í Washington DC. Þá var hann algjörlega á toppnum en þetta var fyrsti túrinn hans í átta ár eftir mótorhjólaslysið fræga,“ segir Óttar, sem hefur einnig séð Dylan tvívegis hér á landi, síðast árið 2008. - fb
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Sjá meira