Leynifundur í lokuðum þingsal Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2011 15:45 Fundarsal Alþingis var lokað. Auk alþingismanna fékk aðeins einn maður að sitja fundinn. Ein leynilegasta samkunda landsins fór fram fyrir luktum dyrum í Alþingishúsinu í hádeginu í gær. Fundarsal Alþingis var læst og hvorki fjölmiðlar, starfsmenn þingsins né aðrir utanaðkomandi fengu að fylgjast með hvað þar gerðist. Fyrir utan alþingismenn mátti aðeins einn maður taka þátt í fundinum, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Þetta var aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags, sem haldinn er í Alþingishúsinu á tveggja ára fresti, en Ólafur er forseti Þjóðvinafélagsins. Aðrir stjórnarmenn félagsins fengu ekki að sitja aðalfundinn. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti fundinn og stjórnaði honum en Þuríður Backman alþingismaður var fundarritari. Ástæðu þessarar leyndar telur Ólafur að menn vilji halda í 140 ára hefð sem megi rekja til þess að árið 1871, þegar 17 af 20 kjörnum alþingismönnum stofnuðu félagið, ríkti ekki félagafrelsi á Íslandi. Fundardaginn í gær bar upp á dánardag Jóns Sigurðssonar forseta, en Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað til að styðja Jón Sigurðsson fjárhagslega í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum, að sögn Ólafs, sem segir að Þjóðvinafélagið hafi verið félag og stjórnmálaflokkur Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt upplýsingum Alþingis gerðist það á aðalfundinum í gær að forseti Þjóðvinafélagsins skýrði frá störfum félagsins frá síðasta aðalfundi og gerði grein fyrir reikningum þess fyrir árin 2008-2010. Voru reikningarnir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjórnar félagsins og endurskoðenda þess. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður var endurkosinn forseti félagsins. Dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri var kosin varaforseti og meðstjórnendur þeir Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi og Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Endurskoðendur voru kjörnir Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, og Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi. Þjóðvinafélagið gefur út ársritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert frá stofnun þess. Eru þau nýkomin út fyrir þetta ár. Sögufélag annast afgreiðslu bókanna. Fyrr á árinu, hinn 17. júní 2011, kom út aukahefti af Andvara í tilefni þess að þá voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira
Ein leynilegasta samkunda landsins fór fram fyrir luktum dyrum í Alþingishúsinu í hádeginu í gær. Fundarsal Alþingis var læst og hvorki fjölmiðlar, starfsmenn þingsins né aðrir utanaðkomandi fengu að fylgjast með hvað þar gerðist. Fyrir utan alþingismenn mátti aðeins einn maður taka þátt í fundinum, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Þetta var aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags, sem haldinn er í Alþingishúsinu á tveggja ára fresti, en Ólafur er forseti Þjóðvinafélagsins. Aðrir stjórnarmenn félagsins fengu ekki að sitja aðalfundinn. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti fundinn og stjórnaði honum en Þuríður Backman alþingismaður var fundarritari. Ástæðu þessarar leyndar telur Ólafur að menn vilji halda í 140 ára hefð sem megi rekja til þess að árið 1871, þegar 17 af 20 kjörnum alþingismönnum stofnuðu félagið, ríkti ekki félagafrelsi á Íslandi. Fundardaginn í gær bar upp á dánardag Jóns Sigurðssonar forseta, en Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað til að styðja Jón Sigurðsson fjárhagslega í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum, að sögn Ólafs, sem segir að Þjóðvinafélagið hafi verið félag og stjórnmálaflokkur Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt upplýsingum Alþingis gerðist það á aðalfundinum í gær að forseti Þjóðvinafélagsins skýrði frá störfum félagsins frá síðasta aðalfundi og gerði grein fyrir reikningum þess fyrir árin 2008-2010. Voru reikningarnir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjórnar félagsins og endurskoðenda þess. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður var endurkosinn forseti félagsins. Dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri var kosin varaforseti og meðstjórnendur þeir Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi og Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Endurskoðendur voru kjörnir Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, og Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi. Þjóðvinafélagið gefur út ársritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert frá stofnun þess. Eru þau nýkomin út fyrir þetta ár. Sögufélag annast afgreiðslu bókanna. Fyrr á árinu, hinn 17. júní 2011, kom út aukahefti af Andvara í tilefni þess að þá voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Fleiri fréttir „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Sjá meira