Leynifundur í lokuðum þingsal Alþingis Kristján Már Unnarsson skrifar 8. desember 2011 15:45 Fundarsal Alþingis var lokað. Auk alþingismanna fékk aðeins einn maður að sitja fundinn. Ein leynilegasta samkunda landsins fór fram fyrir luktum dyrum í Alþingishúsinu í hádeginu í gær. Fundarsal Alþingis var læst og hvorki fjölmiðlar, starfsmenn þingsins né aðrir utanaðkomandi fengu að fylgjast með hvað þar gerðist. Fyrir utan alþingismenn mátti aðeins einn maður taka þátt í fundinum, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Þetta var aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags, sem haldinn er í Alþingishúsinu á tveggja ára fresti, en Ólafur er forseti Þjóðvinafélagsins. Aðrir stjórnarmenn félagsins fengu ekki að sitja aðalfundinn. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti fundinn og stjórnaði honum en Þuríður Backman alþingismaður var fundarritari. Ástæðu þessarar leyndar telur Ólafur að menn vilji halda í 140 ára hefð sem megi rekja til þess að árið 1871, þegar 17 af 20 kjörnum alþingismönnum stofnuðu félagið, ríkti ekki félagafrelsi á Íslandi. Fundardaginn í gær bar upp á dánardag Jóns Sigurðssonar forseta, en Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað til að styðja Jón Sigurðsson fjárhagslega í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum, að sögn Ólafs, sem segir að Þjóðvinafélagið hafi verið félag og stjórnmálaflokkur Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt upplýsingum Alþingis gerðist það á aðalfundinum í gær að forseti Þjóðvinafélagsins skýrði frá störfum félagsins frá síðasta aðalfundi og gerði grein fyrir reikningum þess fyrir árin 2008-2010. Voru reikningarnir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjórnar félagsins og endurskoðenda þess. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður var endurkosinn forseti félagsins. Dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri var kosin varaforseti og meðstjórnendur þeir Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi og Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Endurskoðendur voru kjörnir Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, og Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi. Þjóðvinafélagið gefur út ársritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert frá stofnun þess. Eru þau nýkomin út fyrir þetta ár. Sögufélag annast afgreiðslu bókanna. Fyrr á árinu, hinn 17. júní 2011, kom út aukahefti af Andvara í tilefni þess að þá voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Ein leynilegasta samkunda landsins fór fram fyrir luktum dyrum í Alþingishúsinu í hádeginu í gær. Fundarsal Alþingis var læst og hvorki fjölmiðlar, starfsmenn þingsins né aðrir utanaðkomandi fengu að fylgjast með hvað þar gerðist. Fyrir utan alþingismenn mátti aðeins einn maður taka þátt í fundinum, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður. Þetta var aðalfundur Hins íslenska þjóðvinafélags, sem haldinn er í Alþingishúsinu á tveggja ára fresti, en Ólafur er forseti Þjóðvinafélagsins. Aðrir stjórnarmenn félagsins fengu ekki að sitja aðalfundinn. Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, setti fundinn og stjórnaði honum en Þuríður Backman alþingismaður var fundarritari. Ástæðu þessarar leyndar telur Ólafur að menn vilji halda í 140 ára hefð sem megi rekja til þess að árið 1871, þegar 17 af 20 kjörnum alþingismönnum stofnuðu félagið, ríkti ekki félagafrelsi á Íslandi. Fundardaginn í gær bar upp á dánardag Jóns Sigurðssonar forseta, en Hið íslenska þjóðvinafélag var stofnað til að styðja Jón Sigurðsson fjárhagslega í sjálfstæðisbaráttunni gegn Dönum, að sögn Ólafs, sem segir að Þjóðvinafélagið hafi verið félag og stjórnmálaflokkur Jóns Sigurðssonar. Samkvæmt upplýsingum Alþingis gerðist það á aðalfundinum í gær að forseti Þjóðvinafélagsins skýrði frá störfum félagsins frá síðasta aðalfundi og gerði grein fyrir reikningum þess fyrir árin 2008-2010. Voru reikningarnir samþykktir. Að lokum fór fram kosning stjórnar félagsins og endurskoðenda þess. Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður var endurkosinn forseti félagsins. Dr. Guðrún Kvaran orðabókarritstjóri var kosin varaforseti og meðstjórnendur þeir Heimir Þorleifsson sagnfræðingur, Gunnar Stefánsson dagskrárfulltrúi og Karl M. Kristjánsson, aðstoðarskrifstofustjóri Alþingis. Endurskoðendur voru kjörnir Friðrik Ólafsson, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, og Sigurður Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðandi. Þjóðvinafélagið gefur út ársritin Almanak og Andvara svo sem það hefur gert frá stofnun þess. Eru þau nýkomin út fyrir þetta ár. Sögufélag annast afgreiðslu bókanna. Fyrr á árinu, hinn 17. júní 2011, kom út aukahefti af Andvara í tilefni þess að þá voru liðin 200 ár frá fæðingu Jóns Sigurðssonar.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira