Lífið

Gerir grín að Charlie Sheen

Grínistinn ætlar að beina sjónum sínum að Charlie Sheen og Mel Gibson.
Grínistinn ætlar að beina sjónum sínum að Charlie Sheen og Mel Gibson.

Grínistinn Ricky Gervais ætlar að beina athyglinni að þeim sem eru veikburða og geta ekki varið sig þegar hann kynnir Golden Globe-verðlaunin í annað sinn í næstu viku. Leikararnir Charlie Sheen og Mel Gibson, sem báðir hafa lent í vandræðum í einkalífinu, fá einnig sinn skerf af bröndurum.

„Ég ætla bara að ráðast á þá sem eru veikburða. Ég ætla að láta Russell Crowe og Mickey Rourke í friði núna en kannski geri ég grín að Mickey Rooney eða Betty White. Ég er ekki hræddur við hana,“ sagði Gervais léttur og bætti við: „Charlie Sheen er gott skotmark og Mel Gibson var sannkölluð gjöf til grínguðsins.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×