Enski boltinn

Aron Einar skoraði í jafnteflisleik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron Einar í leik gegn QPR.
Aron Einar í leik gegn QPR.
Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson skoraði annað mark Coventry City í dag er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Derby County á útivelli. Aron skoraði fyrsta mark leiksins.

Ívar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Reading sem vann Nott. Forest, 3-4. Hermann Hreiðarsson lék einnig allan leikinn fyrir Portsmouth sem gerði jafntefli við Preston, 1-1.

Heiðar Helguson lék ekki með toppliði QPR sem steinlá óvænt, 4-1, gegn Scunthorpe.

Reading er í fjórða sæti deildarinnar, Portsmouth því áttunda og Coventry átjánda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×