Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu 27. desember 2011 07:30 Vígbúnaður undirheima Jökull segir að glöggt megi sjá að skotvopn séu að verða algengari í undirheimum hér á landi. Hér sést hluti vopnabúrs sem var tekið við húsleit í Reykjavík fyrir skemmstu. FRéttabalaðið/anton Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira
Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu. Þetta er megininntak greinar lögreglumannsins G. Jökuls Gíslasonar í nýjasta eintaki Lögreglumannsins, félagsblaði Landssambands lögreglumanna. Jökull tekur í greininni nokkur nýleg dæmi um atvik þar sem skotvopnum hefur verið beitt við handrukkanir og rán hér á landi. Það segir hann hafa hleypt umræðunni af stað. „Þannig að hvort heldur sem við viljum eða viljum ekki búa í vopnlausu samfélagi er þetta ekki atriði sem við fáum að kjósa um eða tekur tillit til óska okkar." Hann bætir því við að reynsla nágranna landana sýni að skotvopnavæðing undirheima gerist á afar skömmum tíma. „Vopnaburður lögreglu á Íslandi snýst ekki um ákvörðun um í hvernig samfélagi við viljum búa heldur um kalt mat á staðreyndum," skrifar Jökull. „Óvopnaðir lögreglumenn hafa þegar verið sendir í verkefni þar sem verkefnið sjálft bar með sér að þeir hefðu alls ekki átt að fara í það óvopnaðir. Það er komið að þeim tímapunkti að við þurfum að skoða og gera klárt til þess að við getum, með skömmum fyrirvara, vopnað lögreglu landsins." Jökull segir í samtali við Fréttablaðið að hugmyndir hans séu að norskri og breskri fyrirmynd. „Þeir eru með byssur í læstum hirslum í bílunum þannig að ef nauðsyn krefur geta lögregluþjónar nálgast vopnin." Hann segist alls ekki tala fyrir munn allra lögreglumanna í þessum málum en vissulegra margra þeirra sem eru útivinnandi. Í greininni leitast Jökull einnig við að svara nokkrum „mýtum" sem hann segir að séu í umræðunni um vopnaburð lögreglu. Til dæmis sé Ísland alls ekki vopnlaust land, þar sem skotvopnaeign sé nokkuð almenn, þá sé lögregla vopnuð í mörgum nágrannalöndunum og þvert á það sem margir telja, leiði aukinn vopnaburður lögreglu ekki til þess sama hjá glæpamönnum. „Því er í raun þveröfugt farið. Lögregla sem er íhaldssöm stofnun í eðli sínu hefur sögulega vígbúist til að bregðast við harðnandi samfélagi." Jökull segir þó að áður en nokkuð verði að gert í þessum málum verði að tryggja vinnuumhverfi lögreglumanna. Þeir þurfi skýrar verklagsreglur til að ekkert fari milli mála varðandi þeirra stöðu við embættisstörf. thorgils@frettabladid.isMynd/Úr safni
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Sjá meira