Ameríka gegn Svíþjóð 22. desember 2011 06:15 Rooney Mara hefði varla getað fengið erfiðara hlutverk þegar David Fincher ákvað að velja hana sem Lisbeth Salander. Noomi Rapace hafði tekist að gera andfélagslega tölvuhakkarann að sínum og margir voru efins um að hinni bandarísku leikkonu tækist að feta í fótspor hennar. Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira
Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Sjá meira