Innlent

Nötrandi og í miklu uppnámi

Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurðinn.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að tveir karlmenn sem ákærðir hafa verið fyrir að nauðga konu í bíl við Reykjavíkurflugvöll skuli sæta gæsluvarðhaldi til 13. janúar.

Vitni sem konan hljóp til eftir að hún var laus frá mönnunum hefur borið að hún hafi legið á dyrabjöllunni og hrópað: „Mér var nauðgað, mér var nauðgað.“ Vitnið bar enn fremur að konan hefði verið nötrandi og skjálfandi og í miklu uppnámi. - jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×