Innlent

Tveir vilja leigja Gæslunni þyrlu

TF-LIF Viðgerð þyrlunnar hefði þýtt, án leiguþyrlu, að aðeins ein björgunarþyrla hefði verið til staðar.
TF-LIF Viðgerð þyrlunnar hefði þýtt, án leiguþyrlu, að aðeins ein björgunarþyrla hefði verið til staðar. fréttablaðið/vilhelm
Tilboð vegna tímabundinnar leigu á þyrlu til Landhelgisgæslunnar voru opnuð á mánudag. Gæslan þarf þyrlu á meðan TF-LÍF verður í skoðun í Noregi, en skoðunin mun standa til 10. mars.

Í útboðsgögnum var gerð krafa um þyrlu af gerðinni Super Puma. Tvö tilboð bárust. Annars vegar þyrla af gerðinni Aerospatiale Super Puma AS332 L1. Þyrlan er í eigu Knut Axel Ugland Holding AS sem einnig á þyrlu Gæslunnar, TF-GNA. Hins vegar barst frávikstilboð um leigu á Dauphin AS365N – TF-HDU sem er í eigu Norðurflugs ehf. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×