Innlent

Fiskveiðiárið fer vel af stað

Botnfiskafli fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins jókst um rúm 4 prósent og uppsjávarafli um 14 prósent.
Botnfiskafli fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins jókst um rúm 4 prósent og uppsjávarafli um 14 prósent.
Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans var 287.370 tonn fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins sem hófst 1. september. Það er heldur meiri afli en á sama tímabili í fyrra þegar 262.448 tonn veiddust. Aflinn var hins vegar svipaður á þessu tímabili árið 2009.

Muninn milli ára má helst rekja til þess að uppsjávarafli hefur aukist um 20 þúsund tonn frá því í fyrra. Heildaruppsjávarafli fyrstu þrjá mánuði fiskveiðiársins var 165 þúsund tónn.

Þá var botnfiskaflinn 5 þúsund tonnum meiri en á sama tímabili í fyrra, var 119 þúsund tonn.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×