Innlent

Eyjamenn greiða 1,3 milljarða

Gríðarlegar upphæðir ganga frá útgerð til ríkis og sveitarfélaga með hækkun á veiðigjaldi.
fréttablaðið/óskar
Gríðarlegar upphæðir ganga frá útgerð til ríkis og sveitarfélaga með hækkun á veiðigjaldi. fréttablaðið/óskar
Gangi áform stjórnvalda eftir um 27 prósent veiðigjald af framlegð (EBITDA) fiskiskipaflotans munu útgerðir í Vestmannaeyjum greiða 1.245 milljónir króna á ári miðað við fyrirliggjandi forsendur á þessu fiskveiðiári.

Þetta kemur fram á vefsvæði LÍÚ og leitt út úr svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Upphæðin er sett í samhengi við kaupverð á einum nýjasta togara Vestmannaeyinga, Þórunni Sveinsdóttur VE 401, sem er um það bil sama upphæð.

Viðbúið er að fjöldi fyrirtækja muni neyðast til að hætta rekstri, sameinast arðbærustu fyrirtækjunum eða þau lendi í þroti, segir í frétt LÍÚ.

Aðrar byggðir sem greiða háar upphæðir eru auk Vestmannaeyja, Reykjavík með um 1.150 milljónir króna, Grindavík greiðir 654 milljónir króna, Akranes 496 milljónir króna, Neskaupstaður 456 milljónir króna og Hornafjörður mun greiða 388 milljónir króna. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×