Innlent

Hærra verð fyrir Icelandic-starfsemi

Icelandic group Fyrirtækið hefur nú starfsemi á Íslandi, í Evrópu og í Asíu.
Icelandic group Fyrirtækið hefur nú starfsemi á Íslandi, í Evrópu og í Asíu.
Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá sölunni á starfsemi Icelandic Group í Bandaríkjunum og tengdri starfsemi í Asíu. Kaupandi er kanadíska fisksölufyrirtækið High Liner Foods, sem greiðir 28,4 milljarða króna fyrir starfsemina á núverandi gengi.

Tilkynnt var um kaupin fyrir rúmum mánuði en nú hefur endanlega verið gengið frá þeim. Greiðir High Liner 1,8 milljarða króna hærra verð en tilkynnt var um þá vegna endurmats á veltufjármunum starfseminnar.

Með sölunni er fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins lokið. Í tengslum við söluna hefur Landsbankinn einnig selt 19 prósenta hlut sinn í Icelandic og á Framtakssjóðurinn nú félagið að fullu. Framtakssjóðurinn hefur hins vegar nú selt eignir Icelandic Group fyrir samtals um 41 milljarð króna en þar af hefur um 21 milljarður verið greiddur með yfirtöku skulda sem hvíldu á starfsemi félagsins.

Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir að verkefnið fram undan sé að straumlínulaga reksturinn enn frekar og efla starfsemi félagsins.- mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×