Stökkbreytt veira vekur ugg hérlendis 21. desember 2011 08:00 Fuglaflensan 2006 Vísindamenn í Hollandi segja ástæðu þess að þeir þróuðu nýlega stökkbreytt afbrigði af veirunni þá að þekkingin sé nauðsynleg í þróun betri bóluefna.Fréttablaðið/Ap Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt afbrigði fuglaflensunnar H5N1 sem smitast milli manna með lofti. Bandarísk yfirvöld óttast faraldur og meta hvort birta eigi rannsóknirnar. Mér líst ekkert á blikuna, segir sóttvarnalæknir. „Nú eru þeir búnir að gera það sem allir hafa óttast. Þetta eru mjög vondar fréttir,“ segir Haraldur Briem sóttvarnalæknir. Hollenskir vísindamenn hafa þróað stökkbreytt og banvænt afbrigði af fuglaflensunni H5N1. Því er haldið fram að veiran geti nú smitast með lofti á milli manna, en fyrra afbrigði smitaðist með snertingu. Fréttastofan Sky greinir frá því að forsvarsmenn rannsóknarstofunnar, Erasmus Medical Center í Rotterdam, vilji fá að birta niðurstöður rannsókna sinna opinberlega en bandarísk yfirvöld eru efins þar sem ótti ríkir um að hryðjuverkamenn gætu nýtt sér upplýsingarnar. Haraldur segir rannsóknarstöðina vel þekkta og virta á sínu sviði. Hann segir þó, líkt og stjórnandi rannsóknarinnar, Ron Fouchier, sagði við Sky að stökkbreytingin hefði einnig getað gerst þar sem veiran er í sínu náttúrulega umhverfi. „Veiran hefði getað þróast á þennan hátt og það er í raun tímaspursmál hvenær hún tekur þetta upp hjá sjálfri sér,“ segir Haraldur. „Það er nákvæmlega það sem menn óttuðust, því hún er enn í fuglum víða um heim og menn geta ennþá smitast.“ Í samtali við Sky segir Fouchier að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið sá að sjá hversu auðveldlega hægt sé að stökkbreyta veirunni úr sinni upprunalegu mynd í bráðsmitandi inflúensu. Það hafi verið mun auðveldara en talið var í fyrstu. Hann telur að sú þekking sem hafi skapast við rannsóknirnar sé bráðnauðsynleg til að þróa ný og betri bóluefni. Haraldur segir að nauðsynlegt sé að muna að upprunalega fuglaflensan hafi einnig verið banvæn, eins og þessi, en smitleiðir voru erfiðari. Þó hafi annar hver smitaður maður dáið. „Mér líst ekkert á blikuna,“ segir hann. „Ef þessi nýja veira er jafnskæð og sú sem er í náttúrunni eru þetta ekki góðar fréttir.“ Hann segir að komist stökkbreytta afbrigðið út í andrúmsloftið gætum við átt von á alvarlegum inflúensufaraldri víða um heim, sem væri mun skæðari. „Það viljum við ekki sjá,“ segir hann. „En góðu fréttirnar eru þó þær að það eru til bóluefni við þessari veiru.“sunna@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira