Vill 1,3 milljónir króna frá Birni Bjarnasyni 15. desember 2011 06:30 Björn Bjarnason Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira
Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamaður krefur Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, um eina milljón króna í miskabætur vegna ranghermis í bók Björns um Baugsmálið. Hann telur leiðréttingar Björns ekki duga til að firra hann ábyrgð. Jón Ásgeir hefur stefnt Birni fyrir meiðyrði, og stóð til að taka málið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en fyrirtökunni var frestað þar til í janúar. Í stefnu Jóns Ásgeirs er þess krafist að Björn verði dæmdur til refsingar fyrir rangfærslur í bókinni Rosabaugur yfir Íslandi. Þess er einnig krafist að rangfærslurnar verði ómerktar, og að Björn greiði 300 þúsund króna kostnað fyrir birtingu á dóminum. Alls krefst Jón Ásgeir því 1,3 milljóna, auk kostnaðar við stefnuna. Jón Ásgeir telur tvö atriði í bók Björns meiðandi. Annars vegar segir Björn að Jón Ásgeir hafi verið dæmdur fyrir fjársvik, þegar rétt er að hann var dæmdur fyrir meiri háttar bókhaldsbrot. Hins vegar er sagt að Jón Ásgeir hafi verið ákærður í ákærulið sem sneri að öðrum sakborningi. Um leið og bent var á mistökin í bókinni leiðrétti Björn þau opinberlega og bað Jón Ásgeir afsökunar, auk þess sem þau hafa verið leiðrétt í annarri prentun bókarinnar, segir Jón Magnússon, lögmaður Björns. „Hér er verið að krefjast ómerkingar á ummælum sem þegar hafa verið ómerkt," segir Jón. Björn fer fram á það fyrir dómi að Jón Ásgeir greiði allan kostnað við málið, auk álags á laun verjanda Baugs þar sem málið sé höfðað að þarflausu og án tilefnis.- bj
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Sjá meira