Innlent

Mannvirkjagerð er enn áberandi

Áfram ná flestar hópuppsagnir til starfsfólks í byggingariðnaði fréttablaðið/vilhelm
Áfram ná flestar hópuppsagnir til starfsfólks í byggingariðnaði fréttablaðið/vilhelm
Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir í nóvember 2011. Um er að ræða tilkynningu um uppsagnir í fjármálastarfsemi og iðnaði. Heildarfjöldi þeirra sem sagt er upp er 72 starfsmenn.

Þeir starfsmenn, sem sagt hefur verið upp, koma til með að missa vinnuna aðallega í mars 2012. Ástæður uppsagnanna eru sagðar endurskipulagning og rekstrarerfiðleikar.

Alls hafa VMST borist tilkynningar um uppsagnir 752 manns í hópuppsögnum á árinu 2011, mest í mannvirkjagerð eða 248 manns.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×