110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki 1. desember 2011 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur. Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur.
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira