Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald 1. desember 2011 08:30 Jóhannes Baldursson, var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh Fréttir Stím málið Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh
Fréttir Stím málið Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira