Fá poppara til að kokka og syngja 30. nóvember 2011 13:00 Í hátíðarskapi Samstarfsfólkið á Nýlendugötu blæs til skemmtilegrar tónleikaraðar. Frá vinstri eru Ottó Magnússon, Sigga Heimis, Helga Guðrún Vilmundardóttir, Árný Þórarinsdóttir og Guðmundur Þór Gunnarsson.Fréttablaðið/Anton „Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb Fréttir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira
„Þetta verður á léttu nótunum, lifandi og skemmtilegt,“ segir Guðmundur Þór Gunnarsson, annar eigenda Forréttabarsins, sem var opnaður um miðjan október. Veitingastaðurinn deilir húsnæði með hönnunarmiðstöðinni Netagerðinni á Nýlendugötu, og eigendurnir ákváðu nýlega að taka höndum saman og blása til tónleikaraðar á aðventunni. „Okkur langaði að gera eitthvað skemmtilegt saman fyrst við búum þarna saman en erum með svona ólíka starfsemi.“ Fyrstu tónleikarnir eru í kvöld klukkan 20.30 og mun Felix Bergsson ríða á vaðið ásamt Stefáni Magnússyni. Á hverjum miðvikudegi fram að áramótum munu svo ólíkir tónlistarmenn eiga sviðið á Forréttabarnum og leika fyrir gesti staðarins. Það verður þó ekki eina aðkoma listafólksins, sem mun einnig taka að sér að vera gestakokkar á staðnum og velja rétt dagsins. Spurður hvort hann haldi að tónlistarhæfileikarnir tryggi nokkuð góða matreiðslukunnáttu, segir hann það mega liggja á milli hluta. „En þau þurfa nú að hafa einhverja lágmarksþekkingu á matargerð. Það verður allavega ekki boðið upp á bjór og pylsur,“ segir Guðmundur sem er spenntur fyrir samstarfinu. Auk Felix munu Jón Jónsson, Sóley og Jakob Smári Magnússon með Bassajól öll koma fram í hátíðarskapi. Gengið er inn á Forréttabarinn í gegnum Netagerðina þar sem hönnuðir verslunarinnar munu hanna ný piparkökumót í tilefni aðventunnar og bjóða upp á léttar veitingar frá klukkan 19.30 í kvöld. Forréttabarinn og Netagerðin hafa svo fullan hug á að halda samstarfinu áfram eftir áramót og nú þegar eru hafnar samningaviðræður við landsþekkta tónlistarmenn fyrir dagskrána eftir áramót að sögn Guðmundar. „Ég hvet fólk til að fylgjast með okkur, þetta verður rosalega skemmtilegt.“ - bb
Fréttir Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri Sjá meira