Ekki hægt að meta erfðabreytt matvæli 30. nóvember 2011 06:00 Ræktun Þó að sett hafi verið takmörk á magn um 300 efna í matvælum, til dæmis skordýraeiturs og sveppaeiturs, er ekki hægt að mæla hvort íslensk matvara sé innan löglegra marka nema senda sýni úr landi.Nordicphotos/AFP Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld þurfa að svara því hvort þau ætla að verja fé í að byggja upp rannsóknaraðstöðu hér á landi fyrst afstaða þeirra varð til þess að hætt var við að sækja um styrk til Evrópusambandsins (ESB) til að koma upp slíkri aðstöðu, segir Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar. „Það stuðlar ekki að auknu matvælaöryggi hér á landi að halda undanþágu sem við höfum verið á, eða að mæla færri efni en búið er að setja hámark um,“ segir Jón. Hann segir að þau tæki sem hafi átt að kaupa fyrir styrk frá ESB hefðu meðal annars nýst til að framfylgja lögum um merkingu erfðabreyttra matvæla, sem taka gildi um áramót. Án tækjanna þurfi að senda sýni í rannsókn erlendis með tilheyrandi töfum og auknum kostnaði. Samkvæmt matvælalöggjöf ESB ber Matvælastofnun að rannsaka hvort íslensk matvæli innihaldi meira magn en leyfilegt er af um 300 efnum, til dæmis skordýraeitri og sveppaeitri. Ísland tók upp löggjöfina sem hluta af samningnum um evrópska efnahagssvæðið, en vegna undanþágu taka ákvæði um mælingarnar ekki gildi fyrr en um áramót. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær höfðu Matvælarannsóknir Íslands, sem er opinbert hlutafélag, sótt um 300 milljóna króna styrk frá ESB til að koma sér upp búnaði til rannsóknanna. Um var að ræða svokallaðan IPA-styrk, sem stendur til boða þeim ríkjum sem eiga í aðildarviðræðum við ESB. Stjórn fyrirtækisins ákvað hins vegar fyrir helgi að hætta við styrkumsóknina, meðal annars vegna afstöðu Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, til styrkja frá ESB. Jón Gíslason hjá Matvælastofnun segir að málið verði tekið upp við ráðuneytið. Mögulega verði sótt um áframhaldandi undanþágu frá þessu ákvæði matvælalöggjafarinnar, þó sú lausn sé fjarri því eftirsóknarverð. Þá segir hann eðlilegt að ráðuneytið skýri hvort til standi að íslensk stjórnvöld leggi fé í uppbyggingu rannsóknaraðstöðu fyrst afstaða ráðherra hafi komið í veg fyrir styrkumsókn til ESB til að fjármagna verkefnið. Verði aðstaða til rannsókna ekki byggð upp hér á landi þarf að senda fjölda sýna úr landi til rannsókna. Það hefur bæði í för með sér aukinn kostnað og tafir á rannsóknum Matvælastofnunar. Aukinn kostnaður við hverja sýnatöku gæti þýtt að taka verði færri sýni en stofnunin telur ráðlegt, segir Jón. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira