Innlent

Eyruglu sleppt lausri í Eyjum

Uglunni var sleppt lausri í Vestmannaeyjum um helgina eftir dvölina á Náttúrugripasafninu.
Uglunni var sleppt lausri í Vestmannaeyjum um helgina eftir dvölina á Náttúrugripasafninu. mynd/Júlíus G. Ingason
Eyruglu var á dögunum bjargað undan hrafnahópi í Vestmannaeyjum og farið var með hana á Náttúrugripasafnið við Heiðarveg þar í bæ. Uglan var í ágætu ásigkomulagi og var frelsinu fegin þegar henni var sleppt lausri daginn eftir. Talið er að uglan hafi haft viðdvöl í Eyjum í nokkrar vikur ásamt annarri stærri uglu, að því er kom fram á Eyjafrettir.is. Fjölmargir hafa séð þessar tvær uglur á ferli, aðallega við Hraunskóg í nýja hrauninu sunnan við Skanssvæðið og umhverfinu þar um kring.- fb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×