Framleiðsla fóðurs á iðnaðarlóð gagnrýnd 28. nóvember 2011 10:00 Sambýli fóður-, áls-, og járnblendiframleiðslu á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga er gagnrýnt af umhverfissamtökum. fréttablaðið/gva Fóðurframleiðsla fyrirtækisins Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga er harðlega gagnrýnd af Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð (UH). Á það er bent að fyrirtækið sé innan þynningarsvæðis eiturefna. Framkvæmdastjóri Líflands hafnar því að ástæða sé til að gagnrýna reksturinn á svæðinu. Mælingar sýni að magn eiturefna í andrúmslofti á þynningarsvæðinu sé undir þeim mörkum sem sett eru fyrir svæði utan þynningarsvæðisins. Umhverfisvaktin, sem eru samtök áhugafólks um umhverfismál í Hvalfirði, ályktuðu á fyrsta aðalfundi samtakanna á dögunum að það væri „óhugnanleg staðreynd“ að innan þynningarsvæðis brennisteins og flúors sé unnið fóður til framleiðslu landbúnaðarvara. „Fyrir búfjárframleiðslu á Íslandi er ólíðandi með öllu að hugsanlega sé verið að flytja skaðleg efni af iðnaðarsvæðinu á Grundartanga út um hinar dreifðu byggðir landsins í formi dýrafóðurs.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að fyrirtækið hafi starfsleyfi frá Matvælastofnun (MAST) sem hafi farið ítarlega yfir starfsemi verksmiðjunnar frá því að hún var reist, meðal annars með sýnatökum. Á svæðinu sé umhverfisvöktun, samþykkt af Umhverfisstofnun, sem hafi sýnt að magn efna í andrúmslofti er undir þeim mörkum sem sett eru fyrir svæði utan þynningarsvæðisins. Bergþóra segir jafnframt að Lífland geri þær kröfur til yfirvalda, nágranna sinna og hafnaryfirvalda að eftirlit með losun mengandi efna sé með þeim hætti að ekki stafi hætta af þeim. „Að lokum finnst mér vert að hvetja til þess að umræða sem þessi sé vönduð og að ekki séu búin til vandamál þar sem þau eru ekki til staðar. Við búum í landi með sterka innviði og þar sem miklar kröfur eru gerðar til atvinnurekstrar þegar kemur að mengunar- og gæðamálum.“ Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar, segir að staðsetning Líflands verði að skoðast í því ljósi að hugmyndir séu uppi um framleiðslu á álgjalli, brotastáli á svæðinu auk klórverksmiðju. „Við teljum það mikið álitamál að þetta sé í lagi. Við furðum okkur á því hvernig mönnum dettur þetta í hug í ljósi þess hve hættuleg efni eru í notkun á svæðinu; flúor og brennisteinn. Svo er þetta kryddað með þungmálmum,“ segir Ragnheiður sem segir stærsta einstaka mál Umhverfisvaktarinnar að stemma stigu við frekari mengandi iðnaðaruppbyggingu í firðinum. svavar@frettabladid.is Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira
Fóðurframleiðsla fyrirtækisins Líflands á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga er harðlega gagnrýnd af Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð (UH). Á það er bent að fyrirtækið sé innan þynningarsvæðis eiturefna. Framkvæmdastjóri Líflands hafnar því að ástæða sé til að gagnrýna reksturinn á svæðinu. Mælingar sýni að magn eiturefna í andrúmslofti á þynningarsvæðinu sé undir þeim mörkum sem sett eru fyrir svæði utan þynningarsvæðisins. Umhverfisvaktin, sem eru samtök áhugafólks um umhverfismál í Hvalfirði, ályktuðu á fyrsta aðalfundi samtakanna á dögunum að það væri „óhugnanleg staðreynd“ að innan þynningarsvæðis brennisteins og flúors sé unnið fóður til framleiðslu landbúnaðarvara. „Fyrir búfjárframleiðslu á Íslandi er ólíðandi með öllu að hugsanlega sé verið að flytja skaðleg efni af iðnaðarsvæðinu á Grundartanga út um hinar dreifðu byggðir landsins í formi dýrafóðurs.“ Bergþóra Þorkelsdóttir, framkvæmdastjóri Líflands, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að fyrirtækið hafi starfsleyfi frá Matvælastofnun (MAST) sem hafi farið ítarlega yfir starfsemi verksmiðjunnar frá því að hún var reist, meðal annars með sýnatökum. Á svæðinu sé umhverfisvöktun, samþykkt af Umhverfisstofnun, sem hafi sýnt að magn efna í andrúmslofti er undir þeim mörkum sem sett eru fyrir svæði utan þynningarsvæðisins. Bergþóra segir jafnframt að Lífland geri þær kröfur til yfirvalda, nágranna sinna og hafnaryfirvalda að eftirlit með losun mengandi efna sé með þeim hætti að ekki stafi hætta af þeim. „Að lokum finnst mér vert að hvetja til þess að umræða sem þessi sé vönduð og að ekki séu búin til vandamál þar sem þau eru ekki til staðar. Við búum í landi með sterka innviði og þar sem miklar kröfur eru gerðar til atvinnurekstrar þegar kemur að mengunar- og gæðamálum.“ Ragnheiður Þorgrímsdóttir, formaður Umhverfisvaktarinnar, segir að staðsetning Líflands verði að skoðast í því ljósi að hugmyndir séu uppi um framleiðslu á álgjalli, brotastáli á svæðinu auk klórverksmiðju. „Við teljum það mikið álitamál að þetta sé í lagi. Við furðum okkur á því hvernig mönnum dettur þetta í hug í ljósi þess hve hættuleg efni eru í notkun á svæðinu; flúor og brennisteinn. Svo er þetta kryddað með þungmálmum,“ segir Ragnheiður sem segir stærsta einstaka mál Umhverfisvaktarinnar að stemma stigu við frekari mengandi iðnaðaruppbyggingu í firðinum. svavar@frettabladid.is
Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Fleiri fréttir „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Sjá meira