Regína Ósk mætir aftur í Eurovision - Syngur stuðlag Maríu Bjarkar 26. nóvember 2011 17:00 Regína Ósk vann íslensku forkeppnina árið 2008 með laginu This Is My Life. „Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp Tónlist Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Þetta er svona ekta stuðlag sem fær alla til að vilja dansa og dilla sér,“ segir María Björk Sverrisdóttir lagahöfundur um framlag sitt í forkeppni Eurovision í ár. Lag Maríu Bjarkar ber titilinn Hjartað brennur og er samið í samstarfi við sænsku lagahöfundana Marcus Frenell og Fredrik Randquist. Það er engin önnur en söngkonan Regína Ósk Óskarsdóttir sem flytur lagið, en María Björk segir að söngkonan hafi verið hennar fyrsti kostur frá byrjun. „Regína Ósk smellpassar við lagið enda æðisleg söngkona og þrautþjálfuð á sviði,“ segir María Björk, en báðar eru þær með Eurovision-reynslu á bakinu og leggur María Björk áherslu á að það sé mjög mikilvægt í svona keppni að vera með reynslu. Regína Ósk vann árið 2008 með laginu This Is My Life sem hún flutti ásamt söngvaranum Friðriki Ómari, en saman skipa þau hljómsveitina Eurobandið. Árið eftir fór María Björk til Moskvu með söngkonunni Jóhönnu Guðrúnu, sem flutti lagið Is It True og lenti í öðru sæti í aðalkeppninni. „Þetta er svo skemmtilegt og er að taka þátt í keppninni til að hafa gaman.“ María Björk hefur verið dyggur samstarfsmaður Jóhönnu Guðrúnar gegnum tíðina, en Fréttablaðið greindi frá því á dögunum að NRK fjallaði um flutning söngkonunnar ungu til Noregs. Í viðtali við vefsíðu NRK sagði Jóhanna Guðrún að vel kæmi til greina að keppa fyrir hönd Noregs í Eurovision. „Mér finnst það bara gaman og spennandi tækifæri fyrir hana,“ segir María Björk, en í ár eru það alls fimmtán lög sem keppa í forkeppni Eurovision sem verður á dagskrá RÚV í byrjun næsta árs. -áp
Tónlist Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“