Sesar A fagnar afmæli íslensku rappplötunnar 26. nóvember 2011 15:45 Sesar A verður grjótharður á Faktorý í kvöld. Mynd/Vilhelm „Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb Tónlist Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Íslenskt rapp í dag er á allt öðrum stað en fyrir tíu árum," segir Sesar A, sem fagnar því að tíu ár eru liðin frá útgáfu fyrstu sólóplötu hans, Storminum á eftir logninu, sem var jafnframt fyrsta platan þar sem eingöngu var rappað á íslensku. Í kjölfar plötunnar fylgdi bylgja af íslenskum rappplötum og íslenskan varð ráðandi tungumál í hip-hopsenu landsins. „Ég áttaði mig á því í kringum 1995 að íslenska var það mál sem ég gat rappað best á, en það þótti ekkert spennandi þá. Þá talaði fólk um að ekki væri hægt að flæða á íslensku og hló kannski svolítið að því." Sesar segir að þegar rappað sé á móðurmálinu fari fólk að leggja við hlustir, þar af leiðandi þurfi textasmiðirnir að vanda sig meira og gæðin aukist. „Íslenskt rapp hefur löngu sannað sig, og það á mikið erindi. Á Íslandi er náttúrulega þessi merkilega og ævaforna munnlega geymd af bragarháttum og ég lít í raun á íslenskt rapp sem nýjustu viðbótina við bragarhefðina," segir Sesar, sem talar um rapp sem rappþulu og leggur mikið upp úr nýyrðasmíð í textagerð sinni. Tónleikarnir verða með veglegasta móti og mun Sesar A flytja sólóplöturnar sínar þrjár og njóta við það aðstoðar Blaz Roca, Úlfur úlfur, DJ Kocoon og margra fleiri. Með aðgöngumiða fylgir niðurhal af Storminum á eftir logninu og eintak af nýrri plötu Sesars. Tónleikarnir eru á efri hæð Faktorý í kvöld og húsið verður opnað klukkan 22. -bb
Tónlist Mest lesið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira