Lífið

Breytir röddinni fyrir Skyfall

Framleiðendur Skyfall hafa beðið Naomie Harris um að breyta aðeins röddinni, vera aðeins kvenlegri og kynþokkafyllri.
Framleiðendur Skyfall hafa beðið Naomie Harris um að breyta aðeins röddinni, vera aðeins kvenlegri og kynþokkafyllri.
Það er ekki tekið út með sældinni að vera nýjasta Bond-stúlkan. Samkvæmt breska götublaðinu Daily Star hafa framleiðendur Skyfall, nýjustu Bond-myndarinnar, farið þess á leit við Naomie Harris að hún breyti rödd sinni. Harris á að leika hina goðsagnakenndu Miss Moneypenny og í stað þess að sitja við skrifborð sitt og bjóða James Bond velkominn á fund M með daðrandi athugasemdum á hún að vera fær leyniþjónustukona sem starfar á vettvangi dagsins.

Og af þeim sökum vilja framleiðendurnir ekki að þessi fræga kona hljómi eins og táningsstúlka og hafa því beðið Harris um að lækka tóninn í röddinni sinni. „Hún er með mjög stelpulega rödd en þeir vilja hafa hana kvenlegri og kynþokkafyllri og hafa þess vegna beðið hana um að breyta röddinni fyrir framan tökuvélarnar,“ hefur Daily Star eftir heimildarmanni sínum.

Það vakti töluverða athygli þegar í ljós kom að Miss Moneypenny yrði þeldökk í Skyfall. Og ef marka má orð Harris er ljóst að Bond-aðdáendur mega búist við fleiri breytingum. „Hún verður mjög sérstök,“ var haft eftir Harris sem bætti því við að hún hefði alltaf hrifist af frammistöðu Grace Jones í A View to a Kill.

„Hún var ekki eiginleg Bond-stúlka, hún var þorpari.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.