Lífið

Henti hákarli í gegnum glugga

Tony Iommi segir góðar rokksögur af Ozzy Osbourne.
Tony Iommi segir góðar rokksögur af Ozzy Osbourne.
Tony Iommi, gítarleikari hinnar goðsagnarkenndu þungarokkhljómsveitar Black Sabbath, hefur gefið út æviminningar sínar.

Í bókinni kennir ýmissa grasa en helsta fréttaefnið er eins og gefur að skilja vinátta hans og söngvarans Ozzy Osbourne. Hann lýsir því hvernig dópið hætti að vera nóg á sínum tíma, þegar þeir félagar voru búnir að djamma of mikið. „Þegar maður er dópaður fer manni alltaf að leiðast,“ segir í bókinni. „Þannig að við gerðum alltaf eitthvað hvor við annan, ég og Ozzy. Hann henti einu sinni hákarli í gegnum glugga á herbergi sem ég var í. Hákarlinn fór í tætlur og það var blóð úti um allt.“

Iommi talar einnig um hvernig dópið og rokkið hafði áhrif á flest sem snerti líf hans. „Við lentum í vandræðum með umboðsfólk, ég kvæntist fjórum sinnum og mér hætti að líða vel þannig að ég hætti án þess að fara í meðferð.“

Iommi lifir góðu lífi í dag og talar ennþá einstaka sinnum við Ozzy. „Ég tala við hann nokkrum sinnum í viku. Ég elska hann, þótt hann geti aðeins haldið athygli í þrjár sekúndur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.