Lífið

Egill Ólafs og Mugison sungu fyrir Egil

Egill Helgason og fjölskylda.
Egill Helgason og fjölskylda.
Sjónvarpsstjarnan Egill Helgason fagnaði 52 ára afmæli sínu í gær. Dagurinn hófst á hefðbundinn hátt með því að Egill kom við, árla morguns, á Kaffifélaginu við Skólavörðustíg. Þar höfðu Sigurveig, kona hans, og Kári, sonur hans, hins vegar slegið upp óvæntri afmælisveislu.

Sigurveig hafði bakað köku og stórstirnin Egill Ólafsson og Mugison sungu fyrir afmælisbarnið. Að þessu loknu hélt fjölskyldan sína leið, enda þurfti sá stutti að komast í skólann, sem hófst á níunda tímanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.