Alvöru íslensk hrollvekja 10. nóvember 2011 07:30 Kvikmyndagerðarmaður Ómar vonar að íslenskir kvikmyndagerðarmenn fari að taka við sér í framleiðslu hryllingsmynda. Fréttablaðið/GVA Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira