Alvöru íslensk hrollvekja 10. nóvember 2011 07:30 Kvikmyndagerðarmaður Ómar vonar að íslenskir kvikmyndagerðarmenn fari að taka við sér í framleiðslu hryllingsmynda. Fréttablaðið/GVA Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is
Menning Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira