Alvöru íslensk hrollvekja 10. nóvember 2011 07:30 Kvikmyndagerðarmaður Ómar vonar að íslenskir kvikmyndagerðarmenn fari að taka við sér í framleiðslu hryllingsmynda. Fréttablaðið/GVA Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira
Ómar Örn Hauksson frumsýnir stuttmyndina Ódauðlega ást í kvöld. Hann réðst í gerð myndarinnar þegar hann var atvinnulaus og var að koma úr leiðinlegum sambandsslitum. „Tilfinningin verður góð, við erum búin að bíða lengi,“ segir Ómar Örn Hauksson kvikmyndagerðarmaður, sem frumsýnir stuttmynd sína, Ódauðleg ást, í Bíó Paradís í kvöld kl. 20. Myndin er hrollvekja sem tekin var upp á fjórum dögum á Íslandi í fyrra. Myndin var ástríðuverkefni fyrir Ómar, sem fékk hóp fagfólks í lið með sér við gerð myndarinnar, en allir sem tóku þátt í verkefninu gáfu vinnu sína. „Það var alveg ómetanlegt. Ég hef alltaf haft gífurlegan áhuga á kvikmyndagerð og langað til að gera þetta en aldrei fengið tækifæri til að koma því í gegn. Svo var ég svo ótrúlega heppinn að geta fengið þetta atvinnufólk til liðs við mig, ég var í raun eini amatörinn á svæðinu.“ Ómar ákvað að láta loks slag standa síðasta sumar þegar hann var atvinnulaus og hafði nægan tíma. „Ég var að koma út úr frekar leiðinlegum sambandsslitum og þetta var svona mín leið í rauninni til að taka á því á einhvern hátt. Það voru svona vangaveltur sem spruttu upp úr þessum skilnaði sem eru eiginlega grunnurinn að sögunni í myndinni.“ Aðspurður segist Ómar ekki geta skýrt það af hverju svo fáir hafi reynt sig við gerð hryllingsmynda á Íslandi, en segist gruna að það hafi reynst öðrum en honum erfitt að fá styrk úr Kvikmyndasjóði Íslands. „Það var líka lengi loðandi við íslenska kvikmyndagerð að þeir sem gerðu kvikmyndir sóttust frekar eftir orðspori á kvikmyndahátíðum en að geta fengið fólk í bíósalina. Þess vegna dó íslensk kvikmyndagerð nánast á tímabili og það fór enginn að sjá myndir. Það var ekki fyrr en Baltasar Kormákur reif þetta upp og gerði krimma að Íslendingar byrjuðu aftur að hópast í bíó og hafa trú á íslenskri kvikmyndagerð,“ segir Ómar. Hann segir að það sé kannski fyrst núna að kvikmyndagerðarmenn hugsi meira um að fá fólk í bíó en að fá viðurkenningu erlendis. „Það er líka svo leiðinlegt að horfa til nágrannaþjóða okkar, til dæmis í Skandinavíu þar sem verið er að rúlla út hryllingsmyndum sem fá mikla dreifingu og eru virkilega góðar og vel gerðar. Við erum ennþá rosalega hrædd við að stíga þetta skref sem er skrýtið, sérstaklega í ljósi þess að við státum okkur af því að vera mikið lesin og okkar helstu bókmenntir eru auðvitað þjóðsögurnar sem eru fullar af skrímslum og draugum og ógeði. En við höfum aldrei gert neitt við þetta af viti annað en að gefa þetta út í þykkum leðurbindum og láta þau sitja uppi í hillu.“ Ómar hvetur fólk til að mæta í Bíó Paradís í kvöld, en sjálfur segist hann ánægðastur með að geta sýnt öllum þeim sem lögðu verkefninu lið afraksturinn á stóra tjaldinu. bergthora@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið Connie Francis er látin Lífið „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ Lífið „Búið ykkur undir bragðsprengju í munni“ Lífið samstarf Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Fleiri fréttir Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Sjá meira