Sögð setja byrðar á bágstödd sveitarfélög 9. nóvember 2011 04:30 einar k. guðfinnsson ögmundur jónasson Sú ákvörðun að úthluta 300 milljónum af 700 milljóna aukaframlagi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Álftaness var gagnrýnd harðlega á Alþingi í gær. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að með þessu væri verið að setja byrðar á þau sveitarfélög sem bágast stæðu. Einar var málshefjandi í utandagskrárumræðu um málið. Hann benti á að aukaframlaginu hefði verið komið á til að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga og jafna aðstöðumun. Alls fengju 17 sveitarfélög meira en tvö prósent tekna sinna í gegnum aukaframlagið. Heildarupphæð þess í ár nemur 700 milljónum króna, en nam 1 milljarði í fyrra. Einar gagnrýndi að innanríkis- og fjármálaráðherra hefðu ákveðið einhliða að binda 40 prósent af upphæðinni við sveitarfélagið Álftanes. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra minnti á að aukaframlagið væri ekki lögbundið og það hefði rokkað í fjárhæðum og til að mynda fallið niður árin 2002 og 2005. Hann sagði að nú væri úthlutað úr sjóðnum eftir fjárhagsstöðu sveitarfélaga, þar stæði Álftanes bágast. Fjárhaldsstjórn með Álftanesi óskaði eftir að allt aukaframlagið rynni til Álftaness, en sveitarfélögin mótmæltu því. Þess vegna hefði verið ákveðið að sú tala yrði 300 milljónir í ár. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og sýndist sitt hverjum um ráðstöfunina. Ögmundi virðist hafa þótt umræðan litast af kjördæmahagsmunum: „Um eitt hef ég sannfærst, það er það að brýnt er að gera Ísland að einu kjördæmi, að við horfum heildstætt á málin, en ekki út frá einu og einu kjördæmi.“ - kóp Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
ögmundur jónasson Sú ákvörðun að úthluta 300 milljónum af 700 milljóna aukaframlagi jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Álftaness var gagnrýnd harðlega á Alþingi í gær. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að með þessu væri verið að setja byrðar á þau sveitarfélög sem bágast stæðu. Einar var málshefjandi í utandagskrárumræðu um málið. Hann benti á að aukaframlaginu hefði verið komið á til að bæta rekstrarstöðu sveitarfélaga og jafna aðstöðumun. Alls fengju 17 sveitarfélög meira en tvö prósent tekna sinna í gegnum aukaframlagið. Heildarupphæð þess í ár nemur 700 milljónum króna, en nam 1 milljarði í fyrra. Einar gagnrýndi að innanríkis- og fjármálaráðherra hefðu ákveðið einhliða að binda 40 prósent af upphæðinni við sveitarfélagið Álftanes. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra minnti á að aukaframlagið væri ekki lögbundið og það hefði rokkað í fjárhæðum og til að mynda fallið niður árin 2002 og 2005. Hann sagði að nú væri úthlutað úr sjóðnum eftir fjárhagsstöðu sveitarfélaga, þar stæði Álftanes bágast. Fjárhaldsstjórn með Álftanesi óskaði eftir að allt aukaframlagið rynni til Álftaness, en sveitarfélögin mótmæltu því. Þess vegna hefði verið ákveðið að sú tala yrði 300 milljónir í ár. Fjölmargir þingmenn tóku til máls og sýndist sitt hverjum um ráðstöfunina. Ögmundi virðist hafa þótt umræðan litast af kjördæmahagsmunum: „Um eitt hef ég sannfærst, það er það að brýnt er að gera Ísland að einu kjördæmi, að við horfum heildstætt á málin, en ekki út frá einu og einu kjördæmi.“ - kóp
Fréttir Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira