Innlent

Herdís endurkjörin forseti

Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir
Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga á aðalfundi samtakanna í Berlín í síðustu viku.

Evrópusamtök kvenlögfræðinga voru stofnuð árið 2000. Meðal stofnendanna var Cherie Booth Blair, eiginkona Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands. Herdís hefur gegnt formennsku í samtökunum síðan 2009.

Að þessu sinni var fundað í Mannréttindastofnun Þýskalands, en henni veitir forstöðu fyrrverandi varaforseti samtakanna, Beate Rudolp lagaprófessor.- sh



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×