Lífið

Lét deyfa í sér augun fyrir eina sekúndu

„Þetta var hræðilegt," segir grínistinn Steindi Jr. Steindi sendir frá sér aðra þáttaröð Steindans okkar á DVD fyrsta desember næstkomandi. Eins og hefðin er með slíka útgáfu fylgir ýmis konar aukaefni á diskunum, þar á meðal ferð Steinda til augnlæknis þar sem hann lét deyfa í sér augun fyrir tónlistarmyndband við lagið Alt mulig mand. Augu hans voru svo spennt upp fyrir atriðið sem varði aðeins í eina sekúndu í myndbandinu. Vel þess virði, að sögn Steinda.

„Þetta er allt til á myndbandi og er í aukaefninu. Þetta er alls ekki fyrir viðkvæma," segir Steindi. „Þetta er ógeðslegt. Þetta er það ógeðslegt að það er nærmynd af auganu að spennast upp. Þetta er á mjög gráu svæði. Ég verð mjög leiður ef ég fæ ekki Edduverðlaunin fyrir þetta. Þótt það verði búinn til nýr flokkur fyrir metnað."

Steindi segir útgáfuna innihalda efni sem þótti ekki við hæfi að sýna í sjónvarpi ásamt áður óséðu atriði. „Það er gróft efni þarna sem hefði ekki mátt sýna," segir hann. -afb

Hægt er að horfa á Alt muligt mand hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.