Lífið

Skipuleggur endurkomu Oasis

Liam Gallagher telur að hljómsveitin Oasis eigi eftir að koma aftur 2015 þegar platan Morning Glory verður tvítug.
Liam Gallagher telur að hljómsveitin Oasis eigi eftir að koma aftur 2015 þegar platan Morning Glory verður tvítug.
Liam Gallagher er sannfærður um að rokksveitin Oasis komi saman 2015 þegar platan Morning Glory verður tvítug. Gallagher var lengi vel söngvari sveitarinnar en hann og bróðir hans, Noel, áttu ekki skap saman og rifust vanalega eins og hundur og köttur. Þessar illdeilur urðu að endingu til þess að upp úr samstarfinu slitnaði fyrir tveimur árum og hafa þeir nú báðir farið sínar eigin leiðir.

Liam opnar hins vegar á þann möguleika að þeir spili saman aftur í samtali við Independent. „Ég veit að við gerum það, Noel þarf að sinna þessu sóló-verkefni sínu og átta sig á því að hann er ekki jafn góður og þegar hann er með bróður sínum,“ segir Liam, sem er þekktur fyrir ákaflega stórt egó og ofurtrú á eigin ágæti. Hann bendir jafnframt á að Noel hafi átt hugmyndina að Morning Glory-afmælistúrnum og segir að hann sé tilbúinn í verkefnið, jafnvel þótt Noel sjálfur sé ekkert hrifinn af því að endurnýja samstarfið við bróðurinn. „Ég yfirgaf hljómsveitina af ákveðnum ástæðum og þær ástæður standa enn. Liam hefur leyfi mitt til að spila lögin en ég verð ekki með,“ segir Noel. Aldrei þessu vant eru því bræðurnir ósammála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.