Lífið

Sigur Rós sýnir Lundúnabúum nýju myndina

Strákarnir í Sigur Rós eru nú staddir í London til að fylgja eftir tónleikamynd sinni, Inni. Þeir spókuðu sig í höfuðborg Englands og ætluðu síðan að sitja fyrir svörum á svokallaðri Q&A-sýningu í gærkvöldi ásamt Vincent Morisset, leikstjóra myndarinnar.

Sigur Rósar-menn hafa ekki alltaf þótt þeir ræðnustu í viðtölum en fundarstjóri á sýningunni kann að hafa haldið þeim við efnið og hresst upp á andrúmsloftið.

Fundarstjórinn var Colin Murray, útvarps- og sjónvarpsmaður hjá BBC, sem er frægur í heimalandi sínu. Hann var valinn útvarpsmaður ársins hjá Sony Radio Acadamy Awards og stjórnar jafnframt íþróttaþáttum á BBC Two og BBC Radio 5 Live.

Hér fyrir ofan má sjá brot úr myndinni þegar Sigur Rós flytur lagið Festival. Við bendum sérstaklega kafla tvær mínútur inn í lagið þegar Jónsi heldur sama tón í um mínútu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.