Bond-myndin fær nafn 4. nóvember 2011 09:00 Daniel Craig fer fyrir fríðu föruneyti nýjustu Bond-myndarinnar. Javier Bardem verður aðalskúrkurinn en franska leikkonan Bérénice Marlohe og Naomie Harris verða svokallaðar Bond-stúlkur. Hópurinn kom saman í fyrsta skipti fyrir myndatöku í London í gær þegar Bond-myndinni var gefið nafnið Skyfall. Ný andlit í næstu Bond-mynd Albert Finney og Ralph Fiennes verða á meðal leikara í Skyfall, 23. kvikmyndinni um James Bond. Það verða líka þær Bernice Marlohe og Naomie Harris. Miklir höfðingjar @$ID/NormalParagraphStyle:Albert Finney og Ralph Fiennes leika í Skyfall, nýjustu Bond-myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Sam Mendes, vildi hins vegar ekki gefa upp hvaða hlutverkum þeir gegndu á blaðamannafundinum í London. Þær Bérénice Marlohe og Naomie Harris eru nýju Bond-stúlkurnar en Marlohe hefur aldrei áður leikið utan heimalands síns, Frakklands. @$ID/NormalParagraphStyle:F77031111 BondStúlku Búið er að afhjúpa hvaða leikkonur fá það eftirsóknarverða hlutverk að vera svokallaðar Bond-stúlkur í nýjustu myndinni um leyniþjónustumanninn James Bond. Þá er einnig komið í ljós hvað myndin sjálf heitir. Bond-aðdáendur um allan heim fengu loks að vita hvað næsta James Bond-mynd á að heita, hún mun bera nafnið Skyfall eins og reyndar margir vefmiðlar höfðu getið sér til. Þetta kom fram á blaðamannafundi í London þar sem 23. Bond-myndin var kynnt formlega. Þar var það einnig staðfest að Ralph Fiennes og Albert Finney yrðu í leikarahópnum, sem og Javier Bardem, en hann mun leika erkióvin Bond. Leikkonurnar Bérénice Marlohe og Naomie Harris verða Bond-stúlkur. Marlohe, þekkt frönsk sjónvarpsleikkona, verður hin glæsilega og orkumikla Severin en Harris, frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum á Karíbahafinu, mun aftur á móti leika leyniþjónustukonuna Eve. Judi Dench og Daniel Craig verða síðan á sínum stað sem M, yfirmaður MI6, og James Bond. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um Skyfall; því hefur verið haldið fram að myndin yrði lágstemmdari en aðrar Bond-myndir og meira gert úr dramatík og persónusköpun, myndin yrði með öðrum orðum ekki dæmigerð Bond-mynd. Þá hefur því verið haldið fram að myndin yrði ódýrari en hingað til hefur þekkst, enda hafi framleiðslu myndarinnar verið teflt í tvísýnu þegar MGM-kvikmyndaverið varð gjaldþrota. Craig tók hins vegar af allan vafa og sefaði áhyggjur harðra Bond-aðdáenda á blaðamannafundinum. „Þetta verður Bond með stóru B-i. Þetta er allt í handritinu og við erum með frábært handrit,“ sagði aðalleikarinn, en handritshöfundarnir eru þeir John Logan, Neal Purvis og Robert Wade. Leikstjóri myndarinnar, Óskarsverðlaunahafinn Sam Mendes, tók undir þessi orð Craigs og bætti því við að hann hlakkaði mikið til samstarfsins við Craig og Dench. „Þetta er mikil áskorun fyrir mig.“ Þetta verður í þriðja sinn sem Craig skellir sér í Bond-gallann, en fyrri myndirnar tvær, Casino Royale og Quantum of Solace, hafa báðar tvær gert góða hluti í miðasölu og þénað yfir einn milljarð dollara. Skyfall verður frumsýnd hinn 26. október á næsta ári. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Miklir höfðingjar @$ID/NormalParagraphStyle:Albert Finney og Ralph Fiennes leika í Skyfall, nýjustu Bond-myndinni. Leikstjóri myndarinnar, Sam Mendes, vildi hins vegar ekki gefa upp hvaða hlutverkum þeir gegndu á blaðamannafundinum í London. Þær Bérénice Marlohe og Naomie Harris eru nýju Bond-stúlkurnar en Marlohe hefur aldrei áður leikið utan heimalands síns, Frakklands. @$ID/NormalParagraphStyle:F77031111 BondStúlku Búið er að afhjúpa hvaða leikkonur fá það eftirsóknarverða hlutverk að vera svokallaðar Bond-stúlkur í nýjustu myndinni um leyniþjónustumanninn James Bond. Þá er einnig komið í ljós hvað myndin sjálf heitir. Bond-aðdáendur um allan heim fengu loks að vita hvað næsta James Bond-mynd á að heita, hún mun bera nafnið Skyfall eins og reyndar margir vefmiðlar höfðu getið sér til. Þetta kom fram á blaðamannafundi í London þar sem 23. Bond-myndin var kynnt formlega. Þar var það einnig staðfest að Ralph Fiennes og Albert Finney yrðu í leikarahópnum, sem og Javier Bardem, en hann mun leika erkióvin Bond. Leikkonurnar Bérénice Marlohe og Naomie Harris verða Bond-stúlkur. Marlohe, þekkt frönsk sjónvarpsleikkona, verður hin glæsilega og orkumikla Severin en Harris, frægust fyrir leik sinn í sjóræningjamyndunum á Karíbahafinu, mun aftur á móti leika leyniþjónustukonuna Eve. Judi Dench og Daniel Craig verða síðan á sínum stað sem M, yfirmaður MI6, og James Bond. Mikið hefur verið spáð og spekúlerað um Skyfall; því hefur verið haldið fram að myndin yrði lágstemmdari en aðrar Bond-myndir og meira gert úr dramatík og persónusköpun, myndin yrði með öðrum orðum ekki dæmigerð Bond-mynd. Þá hefur því verið haldið fram að myndin yrði ódýrari en hingað til hefur þekkst, enda hafi framleiðslu myndarinnar verið teflt í tvísýnu þegar MGM-kvikmyndaverið varð gjaldþrota. Craig tók hins vegar af allan vafa og sefaði áhyggjur harðra Bond-aðdáenda á blaðamannafundinum. „Þetta verður Bond með stóru B-i. Þetta er allt í handritinu og við erum með frábært handrit,“ sagði aðalleikarinn, en handritshöfundarnir eru þeir John Logan, Neal Purvis og Robert Wade. Leikstjóri myndarinnar, Óskarsverðlaunahafinn Sam Mendes, tók undir þessi orð Craigs og bætti því við að hann hlakkaði mikið til samstarfsins við Craig og Dench. „Þetta er mikil áskorun fyrir mig.“ Þetta verður í þriðja sinn sem Craig skellir sér í Bond-gallann, en fyrri myndirnar tvær, Casino Royale og Quantum of Solace, hafa báðar tvær gert góða hluti í miðasölu og þénað yfir einn milljarð dollara. Skyfall verður frumsýnd hinn 26. október á næsta ári. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira