Fullir árshátíðargestir ekki lengur velkomnir í Hörpu 4. nóvember 2011 10:00 Reynslan af árshátíðahaldi í Hörpu er svo slæm að tekið hefur verið fyrir frekari bókanir. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður segir mikil drykkjulæti ekki passa í Hörpu. „Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
„Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira