Fullir árshátíðargestir ekki lengur velkomnir í Hörpu 4. nóvember 2011 10:00 Reynslan af árshátíðahaldi í Hörpu er svo slæm að tekið hefur verið fyrir frekari bókanir. Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður segir mikil drykkjulæti ekki passa í Hörpu. „Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
„Það er ekki gott að vera með mikið næturlíf í húsinu,“ segir Þórunn Sigurðardóttir, stjórnarformaður Ago, rekstrarfélags Hörpu. Allar árshátíðarbókanir í Hörpu hafa verið stoppaðar, en reynslan af slíkum skemmtunum hefur ekki verið góð að sögn Þórunnar. „Það er mjög mikil ásókn í að halda árshátíðir í Hörpu og við ætluðum að sjá hvort þetta væri hægt. Reynslan er því miður þannig að þetta virkar ekki saman,“ segir hún. „Við erum búin að fjalla um þetta í stjórninni og það verður tekið fyrir þetta.“ Ekki liggur fyrir hversu miklum tekjum Harpa verður af. Þórunn segir að verið sé að vinna úr þeim skemmtunum sem búið hafi verið að bóka þegar ákvörðunin var tekin og bætir við að ennþá sé möguleiki á því að halda minni skemmtanir. „Þetta verður í algjöru lágmarki og þá bara ef það er hægt að vera í lokuðum sal og ekki í neinum tengslum við viðburði í húsinu, tónleika og annað,“ segir hún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa drykkjulæti árshátíðargesta verið ofboðsleg. Þá kom skemmtanahald niður á tónleikum Bjarkar í Hörpunni á dögunum þegar syrpa af Abba-lögum truflaði lágstemmdan hluta tónleika hennar, á meðan árshátíð fór fram fyrir utan Silfurbergssalinn. Þórunn staðfestir þetta. „Það varð einhver hljóðleki í smá stund og það á ekki að gerast,“ segir hún. „Það er óviðunandi að Björk sé trufluð af partítónlist í húsinu. Það gengur ekki. Það segir sig sjálft.“ Veisluhald verður þó áfram í Hörpu, en Þórunn segir mun vera á brúðkaupsveislum og árshátíðum. „Það er bara þannig að þetta eru sérhannaðir tónleikasalir sem eru mjög viðkvæmir,“ segir hún. „Það er ofboðslega mikill ágangur í þetta. Fólk langar að halda alls konar veislur og árshátíðir. Við erum að taka á því og skrúfa það algjörlega niður. Það er ekki hægt að gera allt í sama húsinu í einu. Árshátíðir þar sem verða mikil drykkjulæti passa ekki í húsið. Það er eins og það er, Íslendingar fara á árshátíðir til að skemmta sér.“atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira