Lífið

Verður 120 ára

Roberto Cavalli er sjötugur í dag. Hann segist eiga eftir að stunda kynlíf um 15.000 sinnum í viðbót.
Roberto Cavalli er sjötugur í dag. Hann segist eiga eftir að stunda kynlíf um 15.000 sinnum í viðbót. nordicphotos/getty
Roberto Cavalli opnaði fyrstu verslun sína í Tókýó í síðustu viku og telur sjálfur að hann eigi mörg góð ár eftir. Ítalski hönnuðurinn telur að hann muni lifa í ein fimmtíu ár til viðbótar, en Cavalli er sjötugur í dag.

Cavalli opnaði sína fyrstu verslun í Saint-Tropez árið 1979 og hefur því verið lengi í bransanum. Hönnuðurinn lék á als oddi við opnun verslunarinnar í Japan nú á dögunum og sagðist vera við hestaheilsu. „Ég er ungur enn. Ég á fimmtíu góð ár eftir og á örugglega eftir að stunda kynlíf um 15.000 sinnum í viðbót áður en ég dey," var haft eftir hönnuðinum hressa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.