Lífið

Faðir í fyrsta sinn

Leikarinn Hugh Grant eignaðist litla stúlku á dögunum. 
Nordicphotos/getty
Leikarinn Hugh Grant eignaðist litla stúlku á dögunum. Nordicphotos/getty
Leikarinn Hugh Grant varð stoltur faðir lítillar stúlku á dögunum.

Leikarinn góðkunni og barnsmóðirin, hin nítján árum yngri Tinglan Hong, áttu stutt en afdrifarík kynni fyrr á árinu.

Fjölmiðlafulltrúi kappans greinir frá þessu. Hann segir Grant ætla að styðja mæðgurnar og vera góður faðir þrátt fyrir að vera ekki í sambandi með barnsmóðurinni.

Grant, sem er 51 árs að aldri, hefur ekki verið í föstu sambandi síðan hann hætti með sjónvarpsstjörnunni Jemina Khan árið 2007.

Dóttur Grants og barnsmóður heilsast vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.