Lífið

Lokatökur í varðskipinu Þór

Skipverjar Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi og Jóhann Alfreð bregða á leik við varðskipið Þór.fréttablaðið/Stefán
Skipverjar Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, sjónvarpsmaðurinn Björn Bragi og Jóhann Alfreð bregða á leik við varðskipið Þór.fréttablaðið/Stefán fréttablaðið/stefán
„Við erum að taka upp efni sem gerist 1972 og Landhelgisgæslan kemur við sögu,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, eitt af fjórum tannhjólum sem knýja grínhópinn Mið-Ísland.

Eins og fram hefur komið í Fréttablaðinu vinnur Mið-Ísland að grínþáttum sem verða sýndir á Stöð 2 á næsta ári. Tökur hafa staðið yfir síðustu vikur og lauk á þriðjudag um borð í varðskipinu Þór, sem kom til Reykjavíkur í síðustu viku. Þór er þó ekki eina varðskipið sem hópurinn nýtti undir tökur því Óðinn var einnig nýttur. „Ég var á varðskipi í 20 metrum á sekúndu og það var verið að úða yfir mig vatni. Þessar tökur… það hefur orðið einhver misskilningur. Ég er alveg búinn á því,“ segir Bergur um tökurnar sem voru svo líkamlega krefjandi að hann óttaðist að vera kominn með bronkítis eftir daginn í Óðni. „En þetta var mjög gaman, því ég var nemi á Óðni sumarið 1998. Og var þar í 19 daga. Ég fór hringinn í kringum landið á Óðni. Ég var búinn að gleyma þessu, búinn að þurrka þetta út úr minninu. Þetta er ekki hluti af mínum stíl, að vinna á skipi. Skil ekki hvernig ég fór að þessu. Svo þegar ég kom um borð í Óðin helltist þetta yfir mig.“

Tökunum lauk svo um borð í Þór og nú hefst eftirvinnslan. Grínhópurinn situr þó ekki auðum höndum þar sem hann verður með uppistandskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld.- afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.