Lífið

Norskur grínisti með Mið-Íslandi

Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann í kvöld og annað kvöld.
fréttablaðið/gva
Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann í kvöld og annað kvöld. fréttablaðið/gva
„Ég held að Norðmenn séu almennt fyndnir,“ segir Bergur Ebbi Benediktsson, 25 prósent af uppistandshópnum Mið-Ísland.

Mið-Ísland snýr aftur í Þjóðleikhúskjallarann í kvöld og annað kvöld eftir sumarfrí. Ari Eldjárn, Bergur Ebbi, Halldór Halldórsson og Jóhann Alfreð Kristinsson koma allir fram ásamt sjónvarpsmanninum Birni Braga Arnarssyni, sem er kynnir kvöldsins og uppistandaranum Ernu Dís Eríksdóttur. Aðalgestur kvöldsins er norski grínistinn Dag Sørås.

„Hann er með uppistandið sitt á ensku, þannig að gestir þurfa ekki að taka með sér norsk-íslenska vasaorðabók á uppistandið,“ segir Bergur. „Hann hefur mikið komið fram í Bretlandi. Þar er hans helsta vígi. Annars kemur hann líka fram í Noregi og Svíþjóð.“

Sýningarnar hefjast klukkan 20 báða dagana og miðaverð er 2.000 krónur. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.