Lífið

Harpa og slagverk verða Harpverk

Katie Elizabeth Buckley og Frank Aarnik flytja meðal annars verk eftir Benna Hemm Hemm.
Katie Elizabeth Buckley og Frank Aarnik flytja meðal annars verk eftir Benna Hemm Hemm.
Duo Harpverk spilar á árlegum tónleikum á Café Rosenberg í kvöld. Dúóið skipa þau Katie Elizabeth Buckley hörpuleikari og Frank Aarnik slagverksleikari, sem bæði tvö eru hljóðfæraleikarar hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Það er orðin árleg hefð hjá þeim Katie og Frank að koma fram á Rósenberg, þar sem tónleikagestir geta hallað sér aftur í sætum og fengið sér bjór á meðan þeir njóta þess að heyra þá óvenjulegu tónlist sem verður til við samspil hörpu og slagverks.

Í kvöld verða flutt verk eftir Benna Hemm Hemm, Borgar Magnason, Trónd Bogason, Zakarías Herman Gunnarsson, Gunnar Andreas Kristinsson og Daniele Corsi. Þeir Benni Hemm Hemm og Borgar Magnason munu báðir koma fram með dúóinu í flutningi á þeirra verkum.

Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og það kostar 500 krónur inn. - hhs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.