Lífið

Féll fyrir Ósló en lögð inn á spítala í Malmö

Rihanna hélt tónleika í Ósló við mikinn fögnuð viðstaddra.nordicphotos/getty
Rihanna hélt tónleika í Ósló við mikinn fögnuð viðstaddra.nordicphotos/getty
Söngkonan Rihanna tróð upp í Ósló um helgina, en meðal áhorfenda var meðal annars norska krónprinsessan Mette-Marit og sonur hennar Maríus. Rihönnu líkaði dvölin í höfuðborg Noregs vel og hrósaði áhorfendum sérstaklega að tónleikum loknum á samskiptavefnum Twitter. „Takk fyrir móttökurnar Ósló. Þið létuð mér líða eins og heima hjá mér."

Norskir aðdáendur söngkonunnar bjuggust við að hún léti sjá sig úti á lífinu eftir tónleikana en Rihanna eyddi frekar nóttinni í hljóðveri ásamt norsku framleiðendunum Stargate.

Rihanna áætlaði ekki að segja skilið við Skandinavíu og voru þrennir tónleikar í viðbót á dagskrá hjá henni. Tónleikarnir í Malmö í Svíþjóð í gærkvöldi voru aftur á móti felldir niður eftir að söngkonan ver lögð inn á sjúkrahús með flensu.

Þetta kom fram í viðtali hér á Vísi við Hildi Guðný Káradóttur háskólanema en hún og vinkonur hennar ferðuðust langar leiðir á tónleikana.

Í gærkvöldi var síðan tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í gær.


Tengdar fréttir

Tónleikum Rihönnu frestað - "Þetta var tilfinningalegur rússíbani"

"Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi,“ segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.