Tónleikum Rihönnu frestað - "Þetta var tilfinningalegur rússíbani" Boði Logason skrifar 31. október 2011 23:08 Hildur Guðný flaug út til Danmerkur fyrir helgi til þess að fara á tónleika með Rihönnu í kvöld. Þeim var frestað vegna veikinda stjörnunnar. Fjölmargir Íslendingar eru í sömu sporum. Samsett mynd/Vísir.is „Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni. Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
„Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni.
Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent