Tónleikum Rihönnu frestað - "Þetta var tilfinningalegur rússíbani" Boði Logason skrifar 31. október 2011 23:08 Hildur Guðný flaug út til Danmerkur fyrir helgi til þess að fara á tónleika með Rihönnu í kvöld. Þeim var frestað vegna veikinda stjörnunnar. Fjölmargir Íslendingar eru í sömu sporum. Samsett mynd/Vísir.is „Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
„Það var mikið af yngri stelpum þarna með mömmum sínum sem voru alveg hágrátandi," segir Hildur Guðný Káradóttir, háskólanemi, sem flaug af landi brott fyrir helgi til þess að fara á tónleika með söngkonunni Rihönnu í Malmö í Svíþjóð í kvöld. Þegar hún mætti á svæðið, ásamt vinkonum sínum, var þeim tjáð að tónleikunum hefði verið aflýst vegna veikinda hjá Rihönnu. „Við tókum lestina frá Kaupmannahöfn og vorum orðnar rosalega spenntar. Við komum upp rúllustigann og sáum tónleikahöllina upplýsta. Þegar við löbbuðum upp og ætluðum að fara í röðina til þess að láta rífa af miðunum stendur þar maður með gjallarhorn og segir að tónleikunum hafi verið aflýst," segir Hildur Guðný. „Þetta var tilfinningalegur rússíbani, það komu alveg nokkur tár og svona," segir hún. Hún segir að það hafi ekki verið gert með neinum fyrirvara og þúsundir aðdáenda söngkonunnar hafi staðið svekktir fyrir utan höllina. „Það var mikið af fólki sem var mjög pirrað og var kannski búið að ferðast langar vegalengdir í lestum og bílum," segir hún. Margir Íslendingar voru staddir fyrir utan tónleikahöllina segir Hildur Guðný og bendir á að hún hafi heyrt íslensku út um allt. Hún þekki til margra Íslendinga sem hafi keypt sér miða á tónleikana og flogið út til Svíþjóðar eða Danmerkur um helgina bara til þess að sjá söngkonuna með eigin augum. Hún segist fá miðann endurgreiddan en hún flýgur heim á morgun. „Peningarnir skipta ekki máli, okkur langaði bara að sjá tónleikana. Við erum alveg búnar að eiga góða helgi en tónleikarnir voru aðalástæðan að við komum hingað, þetta er því frekar leiðinlegt," segir hún. Síðar í kvöld var tilkynnt að Rihanna muni halda aðra tónleika í Malmö en ekki var sagt nánar hvenær það verður. Þá bað söngkonan aðdáendur sína afsökunar á Twitter-síðu sinni í kvöld en hún var lögð inn á sjúkrahús fyrr í dag með flensu. Hildur Guðný snýr því aftur heim til Íslands án þess að hafa séð Rihönnu, og verður því eflaust að láta myndbönd af tónleikum hennar á Youtube.com nægja að sinni.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira