Lífið

Hrekkjavaka í Hollywood

Ofurfyrirsætan Heidi Klum fór fram úr sjálfri sér þetta árið þegar hún mætti eins og búið væri að fletta húðinni af henni. Það er óhætt að segja að Klum hafi verið óþekkjanleg um kvöldið.
Ofurfyrirsætan Heidi Klum fór fram úr sjálfri sér þetta árið þegar hún mætti eins og búið væri að fletta húðinni af henni. Það er óhætt að segja að Klum hafi verið óþekkjanleg um kvöldið.
Eins og flestir vita var hin fræga hrekkjavökuhátíð um liðna helgi í Bandaríkjunum. Að vanda hélt fyrirsætan Heidi Klum stórt búningapartí fyrir fræga og fallega fólkið í Hollywood. Það var gestgjafinn sjálfur sem bar af í veislunni, en Klum er vön að vera hugmyndarík í búningavali.

Að þessu sinni sló Heidi Klum alla út af laginu er hún lét rúlla sér út á rauða dregilinn undir laki á skurðbekk. Ofurfyrirsætan var óþekkjanleg í búningi sem sýndi líkamann eins og búið væri að fletta húðinni af. Fyrirsætan greindi frá því að undirbúningurinn í búningahönunninni hefði hafist þegar í byrjun júlí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.