Ísland staðurinn til að heimsækja 2012 29. október 2011 04:30 Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Ferðaþjónusta Ísland og Reykjavík eru mest spennandi ferðamannastaðir heims árið 2012. Þetta er mat lesenda efnis frá fyrirtækinu Lonely Planet, sem er stærsti útgefandi ferðatengds efnis í heiminum. Stutt er síðan bandaríska tímaritið National Geographic valdi Ísland einnig mest spennandi áfangastaðinn 2012. „Þetta er tvímælalaust staðfesting á því að við höfum verið að gera rétt í kynningum okkar undanfarið. Bæði með Inspired by Iceland-átakinu og svo nýja átakinu, sem er reyndar kannski ekki byrjað að hafa áhrif," segir Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, sem hefur meðal annars það hlutverk að markaðssetja Ísland sem ferðamannastað. „Ég held að við höfum slegið réttan tón í Inspired by Iceland með því að fá erlenda gesti til að segja frá sinni upplifun af landinu og koma þeim skilaboðum víðar en áður, til dæmis inn á samfélagsmiðlana," segir Jón og bætir því við að hann sé þess fullviss að útnefningar sem þessar hafi talsverð áhrif. Lonely Planet er ástralskt fyrirtæki í eigu breska ríkisútvarpsins BBC sem gefur út bækur, tímarit, sjónvarpsþætti og fleira efni um ferðalög og ferðamannastaði. Fyrirtækið gefur árlega út bók þar sem fjallað er um mest spennandi ferðamannastaði samtímans. Umfjöllun þess um Ísland og Reykjavík og listarnir yfir mest spennandi ferðamannastaði ársins birtast í nýútkominni 2012 útgáfu bókarinnar. Sú nýbreytni var hins vegar á gerð bókarinnar að þessu sinni að lesendum gafst færi á að kjósa sína uppáhaldsáfangastaði. Bæði Ísland og Reykjavík höfðu nokkra yfirburði í kjörinu með alls 32 prósent og 27 prósent atkvæða hvort. Ítalía og Lissabon komu næst í kjörunum með 13 prósent og 15 prósent atkvæða. Meðal annarra landa sem komust á blað má nefna Indland, Filippseyjar, Tyrkland og Kólumbíu. Istanbúl, Barselóna, London og Bangkok voru síðan í hópi þeirra borga sem þóttu mest spennandi. Hvorki Ísland né Reykjavík komust á topp 10 lista yfir mest spennandi lönd og borgir í fyrra, en þá þóttu Albanía og New York mest spennandi. Meðal þess sem lesendur hrifust af við Ísland og Reykjavík voru náttúrufegurð og næturlífið í Reykjavík. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira