Lífið

Götutískan nýjasta æðið innan tískuheimsins

Fólk innan tískuiðnaðarins leggur mikinn metnað í klæðnað sinn þegar það sækir sýningar á tískuvikunum. Anna Dello Russo er meðal annars þekkt fyrir að klæða sig ólíkt öllum öðrum.
Fólk innan tískuiðnaðarins leggur mikinn metnað í klæðnað sinn þegar það sækir sýningar á tískuvikunum. Anna Dello Russo er meðal annars þekkt fyrir að klæða sig ólíkt öllum öðrum. Nordicphotos/Getty
Vinsældir götutískublogga á borð við The Sartorialist, The Street Peeper, Facehunter og Tommy Ton hafa orðið til þess að meiri áhugi er á því sem gerist fyrir utan sýningarnar en á tískupöllunum sjálfum.

Þegar tími tískuviknanna gengur í garð fara ljósmyndarar og bloggarar af stað til að mynda tískuna á götunni og finna nýjustu stúlkuna, sem er „með"etta“. Þeir sem sækja tískusýningarnar skarta sínu fínasta pússi til að fanga athygli ljósmyndara sem keppast um að ná bestu myndinni. „Sértu ekki hluti af tískuheiminum veistu líklega ekki að ritstjórar tískutímaritanna fá fötin sín lánuð frá hönnuðum til að klæðast við ákveðinn viðburð. Þú veist heldur ekki að flest hætta þeir að borða meðan á tískuvikunum stendur svo þeir passi í þessi föt,“ sagði Britt Aboutaleb, fréttastjóri Elle.com, eitt sinn.

Annar ritstjóri sagði sýnileika á tískubloggum auka vinsældir ritstjóra og þar með atvinnumöguleika hans í framtíðinni. „Það er gaman að skoða götutískuna á netinu en ég held að hún ýti enn meira undir þær staðalímyndir sem tískuheimurinn er að reyna að hrista af sér. Fólkið á myndunum er fallegt, grannt og klætt í nýjustu tísku frá toppi til táar,“ sagði Aboutaleb.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.