Hryssur stórslasaðar eftir meintan níðing 17. september 2011 06:00 Eftirlit með hrossum Dýralæknir á Dýraspítalanum í Víðidal hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum, þar sem grunur leikur á að hryssur hafi verið illa skaðaðar af mannavöldum. Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Hryssa fannst sárkvalin og blæðandi, með illa útleikin kynfæri, í girðingu í Kjós um síðustu helgi. Hún hefur verið til aðhlynningar á Dýraspítalanum í Víðidal undanfarna daga. Önnur hryssa í sömu girðingu hafði áður verið færð undir læknishendur af sömu ástæðu. Eigendur hryssanna hafa kært athæfið til lögreglu. Samkvæmt lýsingu eigenda hryssanna fóru þeir fyrst í byrjun júlí í girðinguna til að skoða folöld þar. Kom þá í ljós að ein hryssanna var með skurð undir taglinu. Önnur var einnig með sár, sem reyndist vera minni háttar. Hryssan með meiri áverkana var færð til dýralæknis. Sárið á henni reyndist bæði langt og djúpt og varð að sauma það saman. Síðastliðinn sunnudag fóru eigendurnir svo aftur í girðinguna til að draga undan hrossunum. Þá sást að tagl þriðju hryssunnar var alblóðugt og afturfætur einnig. Þegar farið var að rannsaka málið nánar reyndist blóðið koma úr kynfærum hryssunnar og var hún samstundis færð til dýralæknis á Dýraspítalanum í Víðidal, þar sem hún hefur dvalið þar til í gær, að henni var sleppt. Hryssan sem minnstu áverkarnir voru á er ljónstygg í haga, en hinar tvær gæfari, einkum sú sem mest var sköðuð. Hún er barnahross, mjög spök og treystir öllum, þannig að auðvelt er að ganga að henni hvar sem er. Lísa Bjarnadóttir, dýralæknir á Dýraspítalanum, sem hefur, auk annarra, annast hryssurnar sagði í samtali við Fréttablaðið að báðar hefðu þær verið með áverka í skeið. „Fyrri hryssan sem kom var rifin út þannig að áverkinn sást betur. Það þurfti heilmikinn saumaskap til að koma henni í lag. Svo var ljótt sár í síðari hryssunni, Hún var mjög bólgin og mikil blæðing. Hún var kófsveitt og hríðskjálfandi þegar komið var með hana og henni hefði hreinlega getað blætt út,“ lýsir dýralæknirinn ástandi hrossanna tveggja og bætir við að á báðum hryssunum hafi áverkinn verið innanvert öðrum megin. „Mér finnst ólíklegt annað en að þetta geti verið af mannavöldum, miðað við áverkana, en það er svo sem ekki hægt að staðhæfa það meðan ekkert hefur sannast,“ segir Lísa og hvetur hestaeigendur til að fylgjast vel með hrossum sínum. Héraðsdýralækni Gullbringu- og Kjósarumdæmis, Gunnari Erni Guðmundssyni, var tilkynnt um málið. Hann kynnti sér aðstæður og hvatti eigendur hryssanna til að kæra málið til lögreglu, sem þeir og gerðu. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira